Spá óbreyttum stýrivöxtum Seðlabankans

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Kristinn

Danski bankinn Jyske Bank spáir því að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði óbreyttir, 14,25%, út þetta ár. Í greiningu á íslensku efnahagslífi, sem bankinn sendi frá sér í tilefni af upplýsingum frá Hagstofu Íslands um landsframleiðsluna á fyrsta ársfjórðungi 2007, segir að markaðurinn reikni með því að Seðlabankinn muni lækka stýrivextina fyrir árslok. Telur Jyske Bank að Seðlabankinn muni valda markaðnum vonbrigðum. Það hafi hann áður gert. Seðlabankinn vilji ekki lækka vextina of snemma.

Jyske Bank segir að hann muni bíða með að breyta greiningu sinni fyrir Ísland þangað til eftir að ársfjórðungsrit Seðlabankans, Peningamál, verður birt hinn 5. júlí næstkomandi. Þangað til haldi bankinn sig við að mæla með kaupum á skammtímaskuldabréfum í íslenskum krónum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK