Fasteignaverð á höfuðborgarsvæði hækkar mikið

Vísi­tala íbúðaverðs á höfuðborg­ar­svæðinu hækkaði um 3,6% frá fyrra mánuði, sam­kvæmt út­reikn­ing­um Fast­eigna­mats rík­is­ins. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísi­tal­an um 6,8%, síðastliðna 6 mánuði hef­ur hún hækkað um 8,8% og hækk­un síðastliðna 12 mánuði var 9,3%.

Í Morgun­korni Grein­ing­ar Glitn­is seg­ir, að íbúðamarkaður­inn hafi tekið hressi­lega við sér und­an­farið og til grund­vall­ar liggi vax­andi kaup­mátt­ur, hátt at­vinnu­stig, hækk­andi eigna­verð, bjart­sýni heim­il­anna, hátt gengi krón­unn­ar, skatta­lækk­an­ir og gott aðgengi heim­il­anna að láns­fé.

Meðal staðgreiðslu­verð á fer­metra í fjöl­býli í Reykja­vík var 239 þúsund krón­ur í maí en stóð á sama tíma í fyrra í 212 þúsund krón­um. Glitn­ir rifjar upp, að í maí árið 2000 var fer­metra­verðið 104 þúsund krón­ur og fyr­ir 10 árum var það 73 þúsund krón­ur.

Hækk­un hús­næðis­verðs hef­ur um­tals­verð áhrif á verðbólg­una og seg­ir í Morgun­korni, að lík­ur séu á því að hús­næðismarkaður­inn verði áfram ráðandi þátt­ur í verðbólguþró­un­inni á næst­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK