Fasteignaverð á höfuðborgarsvæði hækkar mikið

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,6% frá fyrra mánuði, samkvæmt útreikningum Fasteignamats ríkisins. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 6,8%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 8,8% og hækkun síðastliðna 12 mánuði var 9,3%.

Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir, að íbúðamarkaðurinn hafi tekið hressilega við sér undanfarið og til grundvallar liggi vaxandi kaupmáttur, hátt atvinnustig, hækkandi eignaverð, bjartsýni heimilanna, hátt gengi krónunnar, skattalækkanir og gott aðgengi heimilanna að lánsfé.

Meðal staðgreiðsluverð á fermetra í fjölbýli í Reykjavík var 239 þúsund krónur í maí en stóð á sama tíma í fyrra í 212 þúsund krónum. Glitnir rifjar upp, að í maí árið 2000 var fermetraverðið 104 þúsund krónur og fyrir 10 árum var það 73 þúsund krónur.

Hækkun húsnæðisverðs hefur umtalsverð áhrif á verðbólguna og segir í Morgunkorni, að líkur séu á því að húsnæðismarkaðurinn verði áfram ráðandi þáttur í verðbólguþróuninni á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK