Gnúpur fjárfestingafélag hefur aukið hlut sinn í Kaupþingi úr 4,74% í 5,19%. Alls keypti Gnúpur 3.330.452 hluti í bankanum en opnunargengi Kaupþings í dag var 1.100 krónur á hlut. Miðað við það er kaupverðið tæpir 3,7 milljarðar króna.
Hluthafar Gnúps eru eftirtaldir: Fjárfestingafélagið Brekka í eigu Þórðar Más Jóhannessonar 7,1%, félög í eigu Magnúsar Kristinssonar eiga 46,5% og félög í eigu Kristins Björnssonar og fjölskyldu samtals: 46,4% hluti í Gnúpi.