Vilja hlut í Yahoo! fyrir MySpace

Fjöl­miðlafyr­ir­tækið News Corp., sem er að stærst­um hluta í eigu Ruperts Mur­dochs, hef­ur átt í viðræðum við vefris­ann Ya­hoo! um að skipta á tón­list­ar­vefsíðunni MySpace fyr­ir 30% hlut í sam­einuðu fyr­ir­tæki Ya­hoo! og MySpace. Frá þessu er greint í frétt í The Times of London sem er ein­mitt í eigu News Corp.

Seg­ir í frétt­inni að News Corp. hafi mik­inn áhuga á að af samruna Ya­hoo! og MySpace verði, þó svo að fyr­ir­tækið missi þar með yf­ir­ráðin yfir tón­list­ar­vefsíðunni. Í staðinn ná­ist hins veg­ar mun meiri út­breiðsla á Net­inu. Viðræður séu hins veg­ar það skammt á veg komn­ar að ekk­ert sé hægt að segja um lík­ur á sam­komu­lagi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka