Kaupþing gefur út skuldabréf í jenum

mbl.is

Kaupþing hefur hefur gefið út svokölluð samúræjabréf, skuldabréf útgefin í japönskum jenum, fyrir 28 milljarða jena, 14,3 milljarða króna. Í gær var greint frá því að Kaupþing hafi gefið út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 250 milljóna evra, rúmlega 21 milljarð króna. Bréfin bera 6,75% fasta vexti og eru ekki með lokagjalddaga en eru innkallanleg af hálfu Kaupþings að fimm árum liðnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg gaf Kaupþing nú út þrjú bréf; þriggja ára bréf að verðmæti 10 milljarðar jena með 1,65% vöxtum, 5 milljarða jena fimm ára bréf með 1,99% vöxtum og 13 milljarða jena fimm ára bréf með fljótandi vöxtum. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Árið 2006 voru alls gefin út samúræjabréf fyrir 741 milljarð jena en í ár er þegar búið að gefa út bréf að verðmæti 1.259 milljarða jena, samkvæmt Vegvísi Landsbankans.

„Vextir hafa almennt farið hækkandi í heiminum sem gerir það að verkum að fyrirtæki leita eftir lægri vöxtum í löndum á borð við Japan þar sem vextir eru lágir," samkvæmt Vegvísi Landsbankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK