Gengi hlutabréfa Impregilo hrundi á markaði á Ítalíu

Gengi hluta­bréfa ít­alska verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Impreg­i­lo, sem er aðal­verktaki við Kára­hnjúka­virkj­un, lækkuðu um 15% á markaði í dag eft­ir að sak­sókn­ar­ar í Napólí ákváðu, í kjöl­far rann­sókn­ar á meint­um fjár­svik­um, að fyr­ir­tækið fengi ekki að taka þátt í op­in­ber­um útboðum um eyðingu sorps. Lokað var fyr­ir viðskipti með bréf fyr­ir­tæk­is­ins í gær en þau hóf­ust að nýju eft­ir að Impreg­i­lo birti yf­ir­lýs­ingu um málið.

Reu­ters­frétta­stof­an seg­ir, að ít­alsk­ir sak­sókn­ar­ar, sem hafa rann­sakað fjár­svika­mál í sam­bandi við sorpeyðingu í Camp­ania­héraði, hafi einnig fryst 750 millj­óna evra greiðslu, jafn­v­irði rúm­lega 63 millj­arða króna, sem Impreg­i­lo áttti að fá. Hluti þess­ar­ar greiðslu var vegna bygg­ingu sorp­brennslu­stöðvar ná­lægt Napólí.

Impreg­i­lo hef­ur vísað ásök­un­un­um á bug og seg­ist ætla að áfrýja niður­stöðu sak­sókn­ar­anna.

Gengi bréfa Impreg­i­lo, lækkaði um allt að 15% í morg­un en hækkaði lít­il­lega aft­ur.

Impreg­i­lo hef­ur séð um sorpeyðingu í Camp­ania­héraði und­an­far­in sjö ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka