Gengi hlutabréfa Impregilo hrundi á markaði á Ítalíu

Gengi hlutabréfa ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo, sem er aðalverktaki við Kárahnjúkavirkjun, lækkuðu um 15% á markaði í dag eftir að saksóknarar í Napólí ákváðu, í kjölfar rannsóknar á meintum fjársvikum, að fyrirtækið fengi ekki að taka þátt í opinberum útboðum um eyðingu sorps. Lokað var fyrir viðskipti með bréf fyrirtækisins í gær en þau hófust að nýju eftir að Impregilo birti yfirlýsingu um málið.

Reutersfréttastofan segir, að ítalskir saksóknarar, sem hafa rannsakað fjársvikamál í sambandi við sorpeyðingu í Campaniahéraði, hafi einnig fryst 750 milljóna evra greiðslu, jafnvirði rúmlega 63 milljarða króna, sem Impregilo áttti að fá. Hluti þessarar greiðslu var vegna byggingu sorpbrennslustöðvar nálægt Napólí.

Impregilo hefur vísað ásökununum á bug og segist ætla að áfrýja niðurstöðu saksóknaranna.

Gengi bréfa Impregilo, lækkaði um allt að 15% í morgun en hækkaði lítillega aftur.

Impregilo hefur séð um sorpeyðingu í Campaniahéraði undanfarin sjö ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK