Geysir Green Energy segist hafa samið við Grindavíkurbæ

Stöðvarhús Reykjanesvirkjunar.
Stöðvarhús Reykjanesvirkjunar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Geysir Green Energy hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að félagið hafi undirritað samkomulag við sjö sveitarfélög um kaup á hlutum þeirra í Hitaveitu Suðurnesja og þar á meðal var Grindavíkurbær en í dag bárust fregnir af því að Grindavík hygðist selja Orkuveitu Reykjavíkur hlut sinn á lægra verði en Geysir Green Energy býður.

Yfirlýsing Geysis Green Energy sem send var fjölmiðlum er birt hér í heild sinni:

„Yfirlýsing frá Geysi Green Energy vegna viðskipta við Grindavíkurbæ
Síðastliðinn föstudag undirritaði Geysir Green Energy samkomulag við sjö sveitarfélög um kaup á hlutum þeirra í Hitaveitu Suðurnesja (HS): Vestmannaeyjabæ, Árborg, Kópavog, Voga, Sandgerði, Grindavík og Garð. Um var að ræða allan hlut þessara sveitarfélaga í HS nema hvað sveitarfélögin á Suðurnesjum héldu eftir um 1,25% hlut.

Formaður bæjarráðs Grindavíkur undirritaði samkomulagið við Geysi Green Energy föstudaginn 29. júní fyrir hönd Grindavíkurbæjar.

Geysir Green Energy lítur að sjálfsögðu svo á að í gildi sé samningur milli Grindvíkur og Geysis og mun leita réttar síns um að staðið verði við þann samning. Formaður bæjarráðs Grindavíkur samþykkti skriflega tilboð Geysis Green Energy en í þeirri samþykkt felst bæði að Grindavíkurbær fellur frá forkaupsrétti sínum að hlutum í HS, og að hann selji Geysi Green Energy hlut sinn án nokkurra kvaða eða skuldbindinga.

Í þeim samningi sem gerður var við Grindavík á föstudaginn var verð á hlut 7,1 króna. Samkvæmt fréttum í dag af meintum samningi sem Grindavík telur sig hafa gert við annan aðila um sölu á sama hlut er gengið 7,0 og væri tap íbúa Grindavíkur ef selt væri við þessu lægra verði, um 62 milljónir króna. Þá er rétt að halda því til haga að Hafnarfjarðarbæ stóð til boða að selja Geysi Green Energy bréf sín í HS á genginu 7,1 en hefur ákveðið að selja öðrum á genginu 7,0 ef af sölu verður.

Geysir mun áfram vinna af fullum heilindum að sínum viðskiptum. Hitaveita Suðurnesja er mikilvægt og gott fyrirtæki sem ber að efla með hagsmuni hluthafa og viðskiptavina í fyrirrúmi."

Grindavíkurbær mun hafa undirritað samkomulag við Geysi Green Energy.
Grindavíkurbær mun hafa undirritað samkomulag við Geysi Green Energy. mbl.is/Kristinn Benediktsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK