OR kaupir af Hafnarfjarðabæ og Grindavík í Hitaveitu Suðurnesja

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur mbl.is/Þorkell

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í dag samninga við Grindavíkurkaupstað og Hafnarfjarðabæ um kaup á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja hf. Samkvæmt samningunum munu bæði sveitarfélögin nýta forkaupsrétt sinn á 15% hlut ríkisins og selja Orkuveitunni þá hluti. Jafnframt mun Grindavíkurkaupstaður selja Orkuveitunni 8% af 8,51% hlut sínum í HS. Með samningunum skuldbindur Orkuveitan sig einnig til að kaupa allt að allan eignarhlut Hafnafjarðarbæjar í HS, sem nú er 15,42%. Öll viðskiptin eru á genginu 7.

Sveitarfélögin áttu frumkvæði á að selja Orkuveitu Reykjavíkur

Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að við samþykkt samninganna á fundi í hádeginu í dag stóðu allir stjórnarmenn OR að eftirfarandi bókun:

„Orkuveita Reykjavíkur rekur nú veitustarfsemi í 20 sveitarfélögum og frá stofnun félagsins hafa um 30 veitur í eigu sveitarfélaga sameinast Orkuveitunni. Frumkvæði að sameiningu veitnanna hefur komið frá sveitarstjórnum sem talið hafa að þekking og reynsla Orkuveitunnar á veitustarfsemi leiði til hagkvæmni í rekstri, rekstraröryggis og ódýrrar þjónustu.

Kaup Orkuveitu Reykjavíkur á hlutafé Grindavíkurkaupstaðar og Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja eiga sér stað að frumkvæði umræddra sveitarstjórna sem telja veitustarfsemi á Suðurnesjum betur komna á vegum Orkuveitunnar en annarra sem gert hafa tilboð í hlutafé félagsins.

Orkuveita Reykjavíkur hefur átt farsælt samstarf við Hitaveitu Suðurnesja hf. um árabil og saman hafa fyrirtækin samið um orkusölu til stóriðju. Þá selur Orkuveitan heitt vatn í Hafnarfirði en Hitaveita Suðurnesja rafmagn og saman standa fyrirtækin að útboðum á þessu veitusvæði. Kaupin á hlutfé sveitarfélaganna eru í samræmi við hlutverk og tilgang Orkuveitunnar," samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK