Stofnandi Microsoft, Bill Gates hefur verið ríkasti maður heims undanfarin tíu ár en nú telja fréttaskýrendur að mexíkóski viðskiptajöfurinn Carlos Slim hafi sigið fram úr Gates og hafi aðgang að fleiri milljörðum.
Bæði breska dagblaðið Guardian og Reuters fréttastofan telja að um þrír mánuðir séu síðan Slim seig fram úr bandaríska fjárfestinum, Warren Buffet sem var áður í öðru sæti á listanum yfir ríkustu menn heims.
Nú hafa hlutabréf í símafyrirtæki Slims, American Movil hækkað um 27,5% og vitnar Guardian í mexíkóska viðskiptavefritið Sentido Común þar sem reiknað hefur verið út að nú sé Carlos Slim ríkasti maður heims.
Talið er að Slim eigi 67,8 milljarða Bandaríkjadala en að Bill Gates hafi einungis aðgang að 59,2 milljörðum dala.
Slim á viðskiptaveldi sem samanstendur af lággjaldafyrirtæki, tóbaksframleiðanda og flutningsfyrirtæki. Rafeindafyrirtæki, tónlistarútgefanda og nokkur af stærstu símafyrirtækjum Suður-Ameríku.
Faðir Slim var líbanskur innflytjandi, kaupmaður sem byggði upp auð sem sonurinn gat byggt fjárfestingar sínar á.