Alcoa kann að hækka tilboðið í Alcan

Alan Belda, forstjóri Alcoa.
Alan Belda, forstjóri Alcoa. AP

Bandaríska álfélagið Alcoa Inc. segist munu íhuga að hækka tilboð, sem lagt hefur verið fram í kanadíska álfélagið Alcan Inc. Upphaflegt tilboð hljóðaði upp á 27,7 milljarða dala. Andstaða hefur verið við það, m.a. í hluthafahópi Alcan, að félagið sameinist Alcoa, og stjórn Alcan hefur mælt með því við hluthafa að þeir hafni tilboðinu.

Alain Belda, forstjóri Alcoa, sagði í tölvupósti, sem hann sendi Richard Evans, forstjóra Alca, að hann væri reiðubúinn að skoða hækkun tilboðsins ef fjármálaupplýsingar, sem Alcan hefur enn ekki veitt, réttlæti það.

Að sögn fréttavefjar Bloomberg er Belda að reyna að afla stuðnings við samruna félaganna innan Alcoa. Með þeim samruna yrði til langstærsta álfélag heims sem væri betur en ella í stakk búið til að mæta samkeppni frá álfélögum á borð við Rusal í Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK