Lesendur Nyhedsavisen nálgast hálfa milljón

Dönsk fríblöð. Útgáfu Dato var hætt fyrr á þessu ári.
Dönsk fríblöð. Útgáfu Dato var hætt fyrr á þessu ári. mbl.is/GSH

Lesendum fríblaðsins Nyhedsavisen í Danmörku fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt nýjustu mælingu Gallup voru lesendur blaðsins að jafnaði 437 þúsund í júní og fjölgaði um 38 þúsund frá síðustu mælingu í maí. Um 522 þúsund manns lásu að jafnaði fríblaðið 24timer, sem borið er í hús eins og Nyhedsavisen.

Lesendum fríblaðanna MetroXpress og Urban hefur hins vegar fækkað umtalsvert. Um 525 þúsund manns lesa MetroXpress að jafnaði, 127 þúsund færri en í júní í fyrra. Þá lesa 466 þúsund manns Urban nú og hefur lesendum blaðsins fækkað um 153 þúsund á einu ári.

Lesendum áskriftarblaðanna B.T., Ekstra Bladet, Jyllands-Posten, Politiken, Kristeligt Dagblad og Børsen hefur einnig fækkað. Lesendum

Berlingske Tidende hefur hins vegar fjölgað um 30 þúsund frá því í júní á síðasta ári og eru nú 360 þúsund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK