Ölframleiðendur lítið hrifnir af rigningunni

Frá rigningunni á Wimbledon tennismótinu í dag.
Frá rigningunni á Wimbledon tennismótinu í dag. Reuters

Það er ekki nóg með að væntingar um vaxtahækkanir dragi úr eyðslulöngun Breta heldur virðist veðrið skipta þar miklu. Varla hefur sést til sólar í heilan mánuð og nánast rignt upp á dag. Svo virðist sem Bretar haldi sig heima og sleppi því að koma við á kránni og fá sér öl. Að minnsta kosti hefur brugghúsið Scottish & Newcastle, sem er stærsti ölframleiðandi Bretlands, sent frá sér afkomuviðvörun vegna samdráttar í sölu.

Í breska dagblaðinu Independent í dag er fjallað um veðrið og áhrif þess á neysluvenjur Breta. Þar kemur fram að Scottish & Newcastle, sem meðal annars framleiðir Fosters, Kronenbourg og John Smiths, hafi sent afkomuviðvörun til Kauphallarinnar í Lundúnum í gær. Þar kemur fram að salan hafi minnkað um 5% á fyrri hluta ársins í Bretlandi og er slæmu veðri kennt um. Segir jafnframt í afkomuviðvöruninni að útlit sé fyrir að afkoman verði óviðunandi á fyrri hluta rekstrarársins og mun verri heldur en á sama tímabili í fyrra þegar sól skein í heiði í Bretlandi og HM í knattspyrnu var haldið í Þýskalandi.

Efnislítill sumarfatnaður óhreyfður í hillum tískuvöruverslana

Tískuvöruverslanir hafa ekki farið varhluta af rigningunni þar sem lítil eftirspurn er eftir efnislitlum sumarklæðnaði. Því hafa verslanir brugðið á það ráð að flýta útsölum til þess að koma út tískufatnaðinum. Hins vegar seljast regnhlífar og regnfatnaður betur en oft áður. Eins rjúka bækur, geisladiskar og mynddiskar út, samkvæmt frétt Independent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK