Olíuverð ekki hærra í 10 mánuði

Miðlari á bensínmarkaðnum í Lundúnum býður í hráolíu.
Miðlari á bensínmarkaðnum í Lundúnum býður í hráolíu. AP

Verð á hráolíu hækkaði á mörkuðum í dag og hefur ekki verið hærra í tæpt ár eða frá því í ágúst á síðasta ári. Ástæðan fyrir verðhækkuninni var einkum fréttir frá Nígeríu um að uppreisnarmenn á olíuvinnslusvæðunum við ósa Nígerfljóts hefðu rænt fimm útlendingum í morgun. Einnig er búist við að nýjar tölur, sem birtast í Bandaríkjunum á morgun, muni sýna aukna eftirspurn eftir eldsneyti og minnkandi birgðastöðu.

Verð á tunnu af Brent Norðursjávarolíu komst í 73,12 dali í dag og hefur ekki verið hærra frá 25. ágúst á síðasta ári. Í New York komst verðið í 71,50 dali og hefur heldur ekki verið hærra í rúma 10 mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK