Ekki útlit fyrir lækkun stýrivaxta fyrr en á næsta ári

Davíð Oddsson Seðlabankastjóri
Davíð Oddsson Seðlabankastjóri Ómar Óskarsson

Allt bend­ir til þess að ekki verði hægt að lækka stýri­vexti fyrr en á fyrri helm­ing næsta árs eigi viðun­andi horf­ur að vera á að verðbólga verði við mark­mið á því ári og að það ná­ist að fullu snemma árs 2009. Þetta kom fram í máli Davíðs Odds­son­ar, for­manns banka­stjórn­ar Seðlabanka Íslands, á blaðamanna­fundi í dag. Áður var talið að vaxta­lækk­un­ar­ferli Seðlabank­ans gæti haf­ist á fjórða árs­fjórðungi 2007. Banka­stjórn Seðlabanka Íslands kynnti í morg­un að stýri­vext­ir bank­ans skuli vera óbreytt­ir, þ.e. 13,3%.

Reiknað með 17% skerðingu á þorskkvóta í grunn­spá

Meðal for­sendna í grunn­spá Seðlabank­ans er 17% niður­skurður á þorskkvóta. Ákvörðun um hann hef­ur ekki verið tek­in en áhrif henn­ar og tengdra ráðstaf­ana verða met­in við síðari ákv­arðanir banka­stjórn­ar um vexti.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu banka­stjórn­ar Seðlabanka Íslands kem­ur fram að verðbólga hef­ur hjaðnað hæg­ar en gert var ráð fyr­ir í spá bank­ans í mars sl. þótt gengi krón­unn­ar hafi hækkað meira en reiknað var með. Verðbólga mæl­ist nú 4% en áætluð und­ir­liggj­andi verðbólga um 6%.

„Verðbólgu­horf­ur til næsta árs hafa versnað síðan í mars og út­lit er fyr­ir að verðbólgu­mark­miðið ná­ist síðar jafn­vel þótt stýri­vöxt­um verði haldið óbreytt­um leng­ur en reiknað var með. Spá­in nú bend­ir til að ekki verði unnt að lækka stýri­vexti fyrr en á fyrri helm­ingi næsta árs eigi viðun­andi horf­ur að vera á að verðbólga verði við mark­mið á því ári og að það ná­ist að fullu snemma árs 2009. Um stýri­vaxta-fer­il­inn í grunn­spánni gild­ir sem fyrr að hann fel­ur ekki í sér yfir-lýs­ingu eða fyr­ir­heit banka­stjórn­ar. Hann er hins veg­ar þýðing­ar­mik­il vís­bend­ing um hverj­ir stýri­vext­irn­ir þurfa að vera að öðru óbreyttu til þess að verðbólgu­mark­miðið ná­ist á spá­tím­an­um," sam­kvæmt stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni.

Háir raun­stýri­vext­ir og hátt gengi krón­unn­ar

Sú ákvörðun banka­stjórn­ar að halda stýri­vöxt­um óbreytt­um þrátt fyr­ir verri verðbólgu­horf­ur tek­ur mið af tvennu, að sögn Davíðs Odds­son­ar.

„Ann­ars veg­ar eru raun­stýri­vext­ir orðnir háir og hafa haft vax­andi áhrif á ávöxt­un bæði óverðtryggðra og verðtryggðra skulda­bréfa. Stefnu­yf­ir­lýs­ing banka­stjórn­ar og stýri­vaxta­fer­ill­inn sem birt­ust í síðasta hefti Pen­inga­mála virðast því hafa haft til­ætluð áhrif.

Gengi krón­unn­ar hef­ur einnig hækkað um­fram spár síðan í mars. Nú­ver­andi stýri­vext­ir veita um­tals­vert aðhald gagn­vart verðbólguþrýst­ingi.

Hins veg­ar hef­ur verið meiri spenna í efna­hags­líf­inu í ár en bú­ist var við. Þótt þjóðhags­reikn­ing­ar fyr­ir fyrsta fjórðung árs­ins virðist benda til þess að dregið hafi úr vexti inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar hníga flest­ir aðrir hag-vís­ar í aðra átt. Gild­ir þá einu hvort litið er til vinnu­markaðar, fast­eigna­markaðar, hluta­bréfa­markaðar, vænt­inga- og viðhorfs­vísi­talna, út­lána, veltu í smá­sölu­versl­un, greiðslu­korta­veltu eða und­ir­liggj­andi verðbólgu. Hvarvetna blas­ir við mik­ill og jafn­vel auk­inn vöxt­ur. Þétt aðhald verður því að standa leng­ur en áður var reiknað með," seg­ir Davíð Odds­son.

Lík­legra að verðbólga verði meiri en grunn­spá sýn­ir

Frá­viks­dæmi og áhættumat sýna að lík­legra er að verðbólga verði meiri en grunn­spá­in sýn­ir en að hún verði minni, sam­kvæmt stefnu­yf­ir­lýs­ingu banka­stjórn­ar.

„Sem fyrr er gengi krón­unn­ar stærsti áhættuþátt­ur­inn. Vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar í þjóðfé­lag­inu hef­ur hækk­un þess und­an­farna mánuði ekki skilað sér í hjöðnun verðbólgu.

Raun­gengi krón­unn­ar er á ný orðið mjög hátt og fel­ur í sér aukn­ar lík­ur á geng­is­lækk­un þegar fram líða stund­ir. Til­lit er tekið til þess­ar­ar áhættu í grunn­spánni og áhættu-mati. Heim­il­in sækj­ast nú mjög eft­ir lán­um sem bund­in eru gengi lág­vaxta­gjald­miðla. Hætta er á að þau van­meti áhætt­una sem í þeim felst. Viðskipta­halli var mun minni á fyrsta fjórðungi árs­ins en bú­ist var við, en að teknu til­liti til óreglu­legra þátta er enn lang­ur veg­ur að sjálf­bærri stöðu. Hækk­un á gengi krón­unn­ar und­an­farna mánuði hef­ur verið í takti við geng­isþróun annarra há­vaxta­gjald­miðla. Gengi henn­ar er því næmt fyr­ir breyt­ing­um skil­yrða á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum. Seðlabank­inn reyn­ir ekki að stýra gengi krón­unn­ar. Hann get­ur hins veg­ar þurft að bregðast við áhrif­um geng­is­breyt­inga á verðbólgu og verðbólgu­vænt­ing­ar," sam­kvæmt stefnu­yf­ir­lýs­ingu banka­stjórn­ar.

Gripið til aðgerða ef verðbólgu­horf­ur versna mark­tækt

Í spánni sem birt er í Pen­inga­mál­um nú verður verðbólga mjög ná­lægt mark­miði á síðari helm­ingi næsta árs og mark­miðið næst fyr­ir mitt ár 2009.

„Sök­um tafa í miðlun­ar­ferl­inu þyrfti um­tals­vert hærri stýri­vexti til þess að ná mark­miðinu lítið eitt fyrr. Sá ávinn­ing­ur svar­ar ekki kostnaði. Hins veg­ar mun banka­stjórn grípa til aðgerða ef verðbólgu­horf­ur versna mark­tækt frá því sem reiknað er með í grunn­spánni nú. Að sama skapi mun banka­stjórn bregðast við ef horf­ur batna frá því sem hér er lýst. Strangt aðhald í fjár­mál­um hins op­in­bera dreg­ur ótví­rætt úr lík­um á að verðbólgu­horf­ur versni.

Í ljósi þess að mik­il spenna virðist enn í þjóðarbú­skapn­um yrði afar óheppi­legt að slaka á aðhaldi í op­in­ber­um fjár­mál­um nú. Aukið aðhald að út­gjöld­um flýt­ir því að unnt verði að lækka vexti. Breyt­ing­ar á stöðu og út­lána­stefnu Íbúðalán­sjóðs hafa áhrif í sömu átt. Lækk­un láns­hlut­falls sjóðsins sem til­kynnt var 3. júlí sl. er mik­il­vægt fyrsta skref," að sögn Davíðs á fundi með frétta­mönn­um.

Pen­inga­mál Seðlabanka Íslands

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka