Stjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum, 13,3%, eða sem jafngildir 14,25% ávöxtun á ársgrundvelli, eins og almennt var búist við. Seðlabankinn hækkaði vextina síðast um 0,25% þann 21. desember síðastliðinn. Þá var um að ræða auka vaxtaákvörðunardag bankans.
Klukkan 11 í dag mun Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, kynna rökin að baki ákvörðunar bankastjórnar á fundi með fjölmiðlum. Næsta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti verður tilkynnt fimmtudaginn 6. september n.k.