Fjöldi lesenda skiptir ekki máli heldur hverjir lesa

mbl.is/Brynjar Gauti

Lesendum danska fríblaðsins Nyhedsavisen, sem gefið er út af dótturfélagi 365, hefur farið fjölgandi jafnt og þétt og samkvæmt síðustu mælingu Gallup lásu að jafnaði 417 þúsund manns blaðið í júní. Er lesendahópurinn því orðinn stærri en lesendahópur Berlingske Tidende og Politiken. Sérfræðingur segir að fjöldi lesenda skipti þó ekki sköpum heldur hvernig lesendahópurinn er samsettur.

Niels Christian Skjøth, framkvæmdastjóri hjá birtingahúsinu Mediacom, segir við viðskiptavef Berlingske Tidende, að prófsteinninn á framtíð Nyhedsavisen sé þegar Gallup birtir hálfs árs yfirlit yfir lestur blaða en þá séu lesendur þeirra flokkaðir eftir aldri, kyni, tekjum og fleiri þáttum. Einnig komi þá fram hve lengi fólk lesi blöðin á hverjum tíma.

Christian Skjøth segir að verð á auglýsingum í Nyhedsavisen sé enn meira en helmingi lægra en auglýsingaverð í stóru morgunblöðunum. Journalisten, fagblað danska blaðamannafélagsins, sagði í júníbyrjun, að auglýsingaverð blaðsins yrði að hækka um 500% ef reksturinn ætti að skila hagnaði.

Journalisten áætlar að 1,5 milljóna danskra króna tap sé á blaðinu hvern dag sem það kemur út. Það þýðir, að tap á rekstri blaðsins er samtals um 309 milljónir danskra króna, jafnvirði nærri 3,5 milljörðum íslenskra króna, en blaðið hóf göngu sína í október. Tap á rekstri 24timer nemur 310 milljónum danskra króna samkvæmt útreikningum Journalisten. Aðstandendur blaðanna tveggja hafa ekki staðfest þessar tölur.

Nyhedsavisenfer í sumarfrí í dag en kemur aftur út 7. ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK