Íslenska krónan ofmetnasta myntin samkvæmt Bic Mac vísitölunni

Morgunblaðið/Árni Torfason

Íslenska krónan er ofmetnasta myntin samkvæmt Big Mac-vísitölunni sem tímaritið Economist tekur saman. Í henni er borið saman verð á Big Mac-hamborgaranum víða um heim. Samkvæmt henni er gengi íslensku krónunnar gagnvart bandaríkjadal 123% hærra en það ætti að vera, þ.e. ef Big Mac kostaði jafnmikið og í Bandaríkjunum.

Samkvæmt Economist kostar Bic Mac hamborgari 469 krónur á Íslandi sem jafngildir 7,61 dal. Í Bandaríkjunum kostar samskonar hamborgari 3,41 dal. Norðmenn fylgja fast á eftir okkur hvað varðar verðlag en samkvæmt Bic Mac vísitölunni er gengi norsku krónunnar gagnvart bandaríkjadal 102% hærra en það ætti að vera, þ.e. ef Big Mac kostaði jafnmikið og í Bandaríkjunum.

Á evrusvæðinu er hann 22% dýrari en í Bandaríkjunum, í Svíþjóð 42% og í Danmörku 49% dýrari.

Hins vegar er hagstæðast að fá sér Big Mac í Kína en þar er hamborgarinn 58% ódýrari heldur en í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK