Aflaverðmæti á síðasta ári var 76 milljarðar króna

Afli íslenskra skipa tæp 1323 þúsund tonn á síðasta ári, 346 þúsund tonnum minni, en árið 2005. Aflaverðmæti var rúmir 76 milljarðar króna og jókst um 12,1% frá fyrra ári. Mest var unnið úr fiskaflanum á Austurlandi, enda var mesta magninu landað þar. Uppistaða aflans þar var uppsjávarfiskur.

Þetta kemur fram í nýju riti Hagstofunnar. Þar segir einnig, að aflakaupendur á höfuðborgarsvæðinu keyptu afla að andvirði 15,7 milljarða króna og fór stærsti hluti botnfiskaflans í vinnslu þar, tæplega fjórðungur.

Af þorskaflanum fór mest í salt en stærstur hluti ýsuaflans var frystur í landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK