Verðbólga hefur ekki mælst lægri í tæp tvö ár

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Kristinn

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili er 3,8% sem er innan efri þolmarka Seðlabanka Íslands sem eru 4%. Tólf mánaða verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í ágúst 2005. Þetta kemur fram í sérriti Greiningardeildar Kaupþings, Tilefni.

Samkvæmt útreikningi Hagstofunnar á svokallaðri fastskattsvísitölu þá hefði vísitala neysluverðs hækkað um 5,1% síðastliðna 12 mánuði, ef ekki hefði komið til skattalækkana í mars.

„Ljóst er því að Seðlabankinn á enn nokkuð í land með að ná tökum á verðbólgunni og undirliggjandi verðbólga enn töluvert yfir verðbólgumarkmiði. Þriggja mánaða hækkun VNV nemur í dag 1,6% sem jafngildir 4,9% verðbólgu á ársgrundvelli.

Að mati Greiningardeildar er enn verðbólguþrýstingur í hagkerfinu, fasteignamarkaðurinn er mjög heitur um þessar mundir og enn mikil þensla á vinnumarkaði.

Þrátt fyrir að krónan hafi styrkst töluvert á síðustu mánuðum þá hefur sú hækkun aðeins að litlu leyti skilað sér út í verðlag.

Greiningardeild gerir hins vegar ráð fyrir því að hátt gengi krónunnar komi fram á næstu mánuðum. Allt útlit er fyrir því að Seðlabankinn nái ekki verðbólgumarkmiði á næstu tólf mánuðum.

Að mati Greiningardeildar hafa verðbólgutölur fyrir júlí styrkt enn frekar líkur þess að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum út árið," að því er segir í Tilefni Greiningardeildar Kaupþings.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK