Erla Þórarinsdóttir og Sævar Karl Ólason klæðskeri hafa selt verslun sína, Sævar Karl Bankastræti en þau hafa starfrækt verslunina í rúm 30 ár. Kaupendur eru Vesturhöfn ehf, í eigu Páls Kolbeinssonar og tengdra aðila og Arev N1 sem er einkafjármagnssjóður sérhæfður í smásölu, samkvæmt fréttatilkynningu.
Hlutur hjónanna í Bankastræti 7 sem hýst hefur verslun Sævars Karls um árabil fylgir með í kaupunum. Kaupverðið er trúnaðarmál,
VBS fjárfestingarbanki hf. annaðist viðskiptin fyrir hönd kaupenda og fjármagnaði kaupin.
Erla og Sævar Karl munu starfa áfram hjá fyrirtækinu en Axel Gomes verður verslunarstjóri.