Hagnaður Nýherja á fyrstu sex mánuðum ársins nam 209 milljónum króna samanborið við 83,7 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum ársins voru tekjur Nýherja 5.026,7 milljónir króna en námu 4.032,2 milljónum króna á sama tíma árið á undan, og er tekjuaukning því 24,7% milli ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Nýherja.
Hagnaður Nýherja á öðrum ársfjórðungi eftir skatta og afskriftir var 102,5 milljónir króna samanborið við 29,4 milljónir króna í sama fjórðungi árið áður. Stöðugildi innan Nýherja og dótturfélaga eru samtals 453 og hefur þeim fjölgað um 29% frá áramótum.