Skiptum á þrotabúi Frjálsrar fjölmiðlunar, sem m.a. er fyrrverandi útgáfufélag DV og Fréttablaðsins, er lokið. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júlí 2002 og námu kröfur tæplega 2,2 milljörðum króna. Til úthlutunar kom 331 milljón króna.
Sigurður Gizurarson hrl. var skipaður skiptastjóri þrotabúsins og segir málið hafa verið flókið og margþætt. "Þetta er nú stærsta þrotabú Íslandssögunnar. Frjáls fjölmiðlun var móðurfélag fjölda dótturfyrirtækja og það voru angar í allar áttir." Ekki var ein króna í þrotabúinu þegar Sigurður tók við því.
Stærstu kröfuhafar voru Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing.