Eignaverðsvísitala Kaupþings hækkaði um 0,8% í júní

Eignaverðsvísitala Kaupþings hækkaði um 0,8% í júní. Það er talsvert minni hækkun en í síðasta mánuði er eignaverðsvísitalan hækkaði um 3,2% vegna mikillar hækkunar fasteignaverðs. Í júní hækkaði fasteignaverð hins vegar um 0,5% sem var nálægt væntingum Greiningardeildar Kaupþings.

Hlutabréf hækkuðu um 1,6% í mánuðinum samkvæmt OMXI15 vísitölunni sem er einnig minni hækkun en í síðasta mánuði og hækkun skuldabréfa nam 0,8%. Fasteignir og hlutabréf höfðu því jafnmikil áhrif til hækkunar á vísitölunni að þessu sinni eða 0,3% hvort. Skuldabréf höfðu 0,2% áhrif til hækkunar. Ársbreyting vísitölunnar er nú komin í 10,9% og hefur ekki verið meiri frá því í apríl 2006, að því er segir í Hálf fimm fréttum Kaupþings.

Hlutabréf hafa haft mest áhrif til hækkunar á eignavísitölunni á árinu, eða 9,5% að raunvirði en raunhækkun bréfa á íslenskum hlutabréfamarkaði síðustu tólf mánuði var 47,6% ef miðað er við úrvalsvísitölu Kauphallarinnar, OMXI15.

Í júní hafði fasteignaverð haft næstmest áhrif til hækkunar vísitölunnar á árinu eða 9,5% en síðustu tólf mánuði var hækkun fasteignaverðs 5,2% að raunvirði. Skerfur skuldabréfahækkana til vísitölunnar er minnstur, aðeins um 0,1% í júní og er ársbreytingin 0,4%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK