Bank Nederlandse Gemeenten (BNG) tilkynnti í dag um 5 milljarða króna útgáfu krónubréfa með gjalddaga í febrúar 2009 og 12,25% ávöxtunarkröfu. BNG banki er í eigu ríkis og sveitarfélaga í Hollandi. Þetta er önnur tilkynningin á jafnmörgum dögum um útgáfu jöklabréfa en fyrsta skipti sem BNG leitar fjármagns með þessum hætti. Krónan styrktist strax í kjölfar tilkynningarinnar. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.
Þar kemur fram að krónan hefur verið í styrkingarfasa undanfarið en gengisvísitalan hefur lækkað um 13,4% frá áramótum og hefur krónan því styrkst um 15,5%, að því er segir í Vegvísi.