Forleikur að þensluskeiði eða upphaf að samdrætti?

00:00
00:00

Íslenska krón­an hef­ur verið að styrkj­ast að und­an­förnu, gengi Banda­ríkja­doll­ars er nú und­ir sex­tíu krón­um, og hef­ur ekki verið lægra síðan í nóv­em­ber árið 2005. Versl­an­ir sem flytja inn vör­ur frá Banda­ríkj­un­um aug­lýsa um þess­ar mund­ir og benda á þetta, og er verð þegar byrjað að lækka.

Bíla­búð Benna hef­ur t.a.m. lækkað verð á nýj­um bíl­um og er ástæðan sögð hag­stætt gengi krón­unn­ar.

Í ný­legri hagspá Kaupþings seg­ir að vís­bend­ing­ar séu um að hag­kerfið sé að hækka flugið á ný, neysla sé að aukast og að slæm­ar frétt­ir á borð við niður­skurð þorskkvóta og lækk­un á láns­hæfi krón­unn­ar virðist ekki hafa áhrif.

Engu að síður seg­ir í skýrsl­unni að gíf­ur­leg óvissa ríki, nú­ver­andi ástand gæti verið for­leik­ur að þenslu­skeiði, eða upp­hafið að sam­drætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka