Forleikur að þensluskeiði eða upphaf að samdrætti?

Íslenska krónan hefur verið að styrkjast að undanförnu, gengi Bandaríkjadollars er nú undir sextíu krónum, og hefur ekki verið lægra síðan í nóvember árið 2005. Verslanir sem flytja inn vörur frá Bandaríkjunum auglýsa um þessar mundir og benda á þetta, og er verð þegar byrjað að lækka.

Bílabúð Benna hefur t.a.m. lækkað verð á nýjum bílum og er ástæðan sögð hagstætt gengi krónunnar.

Í nýlegri hagspá Kaupþings segir að vísbendingar séu um að hagkerfið sé að hækka flugið á ný, neysla sé að aukast og að slæmar fréttir á borð við niðurskurð þorskkvóta og lækkun á lánshæfi krónunnar virðist ekki hafa áhrif.

Engu að síður segir í skýrslunni að gífurleg óvissa ríki, núverandi ástand gæti verið forleikur að þensluskeiði, eða upphafið að samdrætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka