Hagnaður Vinnslustöðvarinnar 1.116 milljónir króna

Vinnslustöðin Vestmannaeyjum
Vinnslustöðin Vestmannaeyjum mbl.is/ÞÖK

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar á fyrri helmingi ársins nam 1.116 milljónum króna samkvæmt því sem fram kemur í Morgunkorni Glitnis. Er þetta mikill viðsnúningur frá sama tímabili 2006 þegar tap varð á rekstrinum uppá 493 milljónir króna.

„Skýrist það að stórum hluta af viðsnúningi í fjármagnsliðum vegna styrkingar krónunnar. EBITDA hlutfall jókst um 4,6% milli ára og var 28,9%. Verður þetta að teljast góð niðurstaða sé tekið tillit til sterks gengis krónunnar. Rekstrarhorfur fyrirtækisins til skemmri tíma hafa hins vegar versnað með skerðingu á aflamarki í þorski auk þess sem að krónan hefur ekkert gefið eftir," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK