Gengi íslensku krónunnar veiktist um 1,44% í töluverðum viðskiptum á millibankamarkaði í dag. Gengisvísitala krónunnar var 111,35 stig er markaðurinn opnaði í morgun en er nú 112,90 stig. Velta dagsins nam 25,8 milljörðum króna og er skjálfti á mörkuðum erlendis talinn hafa haft áhrif á viðskiptin. Gengi Bandaríkjadollars er nú 60,78 krónur, gengi evrunnar er 83,44 krónur og gengi breska pundsins er 124,56 krónur.