Elfar segir umfjöllun Mannlífs gróusögur og uppspuna

Elfar Aðalsteinsson, fyrrverandi forstjóri Eskju.
Elfar Aðalsteinsson, fyrrverandi forstjóri Eskju.

Elfar Aðalsteinssyni, fyrrverandi forstjóri Eskju, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna greinar sem birt er í nýjasta tölublaði Mannlífs. Segir Elfar að blaðamaður kjósi að beita gróusögum og uppspuna til þess að draga upp dökka og ósanna mynd af sér. Þá segir að eigendur Eskju hafi verið sammála um það er hann tók við fyrirtækinu að endurskipuleggja þyrfti reksturinn og að síðar hafi áherslumunur í hluthafahópnum orðið til þess að hann hafi ákveðið að selja hlutabréf sín í fyrirtækinu. Aldrei hafi hins vegar komið til skuldsetningar heimamanna eða sölu veiðiheimilda í því ferli. Yfirlýsing Elfars fer í heild sinni hér á eftir:

Þungt er vegið að mannorði mínu í grein í nýjasta tölublaði Mannlífs. Þar kýs blaðamaður að beita gróusögum og uppspuna til þess að draga upp dökka og ósanna mynd af mér, stjórnunarháttum mínum og samskiptum við mína nánustu. Fæst í greininni er svaravert, en þegar samband mitt við foreldra mína er gert tortryggilegt sé ég mig knúinn til svara.

Þegar ég kom að rekstri Eskju voru eigendur fyrirtækisins sammála um að endurskipuleggja þyrfti reksturinn. Það kom í minn hlut að taka ákvarðanir sem sumar voru bæði erfiðar og sársaukafullar fyrir lítið samfélag. Eftir hagræðinguna styrktist rekstrargrundvöllurinn fljótt með samstilltu átaki allra starfsmanna undir minni stjórn.

Áherslumunur í hluthafahópnum um framtíðarstefnu fyrirtækisins varð hinsvegar til þess að ég ákvað ég að selja hlutabréf mín í fyrirtækinu. Í minn stað komu nýir utanaðkomandi hluthafar og því kom aldrei til skuldsetningar heimamanna né til sölu veiðiheimilda. Góð sátt var um viðskiptin.

Það sem svíður sárast er tilraun blaðamanns til að tortryggja samband mitt við foreldra mína. Í okkar sambandi ríkir bæði virðing og kærleikur sem ekki verður spillt.

Virðingarfyllst,
Elfar Aðalsteinsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK