Kaupþing hækkar vexti á nýjum Íbúðalánum

Kaupþing banki hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kem­ur að for­svars­menn bank­ans hafi ákveðið að hækka vexti á nýj­um Íbúðalán­um um 0,75 pró­sentu­stig frá og með 30. júlí 2007 og að vext­ir á nýj­um íbúðalán­um verði því 5,95%.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni að vaxta­breyt­ing­in sé til­kom­in vegna þess mikla mun­ar sem mynd­ast hafi á óverðtryggðum og verðtryggðum vöxt­um í kjöl­far lækk­andi verðbólgu og áfram­hald­andi hárra óverðtryggðra vaxta.

Breyt­ing­in tek­ur aðeins til nýrra lán­veit­inga og gild­ir ekki fyr­ir lán sem þegar hafa verið veitt þar sem þau eru með fasta vexti út all­an láns­tím­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka