Úrvalsvísitalan heldur áfram að lækka

Reuters

Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í morgun og nemur lækkunin í dag 1,28%. Í gær lækkaði vísitalan um 0,82%. Stendur vísitalan nú í 8.683,99 stigum. Mest hafa bréf Bakkavarar lækkað eða um 2,88% en Exista hefur lækkað um 2,55%. FL Group hefur lækkað um 2,41% og Teymi um 2,12%. Hlutabréfavísitölur á Norðurlöndunum hafa allar lækkað í morgun. Í Kaupmannahöfn nemur lækkunin 1,52%, Ósló 1,78%, í Stokkhólmi 0,11% og í Helsinki 0,67%.

Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 0,36%, í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 1,15% og CAC-40 vísitalan í París hafði lækkað um 0,74% nú á tólfta tímanum, samkvæmt vef CNN.

Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 2,7%, KOSPI vísitalan í Suður-Kóreu lækkaði um 2,5%, Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 2,7% og í Ástralíu lækkaði vísitalan um 2,8%.

Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að markaðir lækkuðu um víða veröld í gær vegna ótta fjárfesta um minni aðgang að fjármagni. Standard & Poor's 500 vísitalan fór niður um 2,3 % og Dow Jones um 2.3%. Þetta er mesta lækkun beggja þessara vísitala síðan í lok febrúar síðastliðinn þegar kínverski markaðurinn tók mikla dýfu og olli því að markaðir lækkuðu um allan heim. Evrópa fór heldur ekki varhluta af lækkuninni og fór FTSE 100 niður um 3,1% og CAC 40 um 2,8%.

„Skuldatryggingar á skuldabréf gefin út af fyrirtækjum hækkuðu mikið þegar lækkanir á mörkuðum hófu að dreifa úr sér í gær. Tryggingar þessar fóru í sitt hæsta gildi í tvö ár. Hækkandi vextir víða um heim í kjölfarið á vanskilum á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum telja menn að séu undirliggjandi ástæður þeirrar taugaveiklunar sem greip um sig í gær. Margir telja að áhrif vanskilanna séu enn ekki að fullu komin í ljós," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka