Geysir Green kaupir 20% í kanadísku jarðhitafyrirtæki

Gengið hefur verið frá samningum um kaup Geysis Green Energy ehf. á um 20% hlutafjár í kanadíska jarðhitafyrirtækinu Western GeoPower Corporation (WGP). Alls kaupir Geysir liðlega um 40 milljón nýja hluti í félaginu og er hlutafjáraukningin liður í að fjármagna jarðvarmavirkjun sem fyrirtækið vinnur nú að á Geysissvæðinu í Kaliforníu.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Geysissvæðið er stórt jarðhitasvæði í Sonomasýslu í norðanverðri Kaliforníu. Heildarkaupverð hlutarins í WGP er um 600 milljónir íslenskra króna og með kaupunum fær Geysir mann í stjórn fyrirtækisins.

Kenneth MacLeod, forstjóri Western GeoPower, segir í fréttatilkynningu að með hlutafjáraukningunni, sem nú hafi verð gengið frá, sé að mestu lokið fjármögnun á borun og byggingu fyrirhugaðrar jarðhitavirkjunar á Geysissvæðinu.

„Það er sérstakur ávinningur fyrir okkur að fá Geysi að félaginu og þekking þeirra og samstarf mun styrkja okkur í þeim verkefnum sem við vinnum að,“ segir Kenneth MacLeod.

Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis, segir í fréttatilkynningu að kaup Geysis á hlut í Western GeoPower falli mjög vel að áformum fyrirtækisins um að vera virkur þátttakandi í stærsta orkumarkaði heimsins sem sé í Bandaríkjunum.

„Við hlökkum til að taka þátt í að efla og styrkja Western GeoPower til þátttöku og þróunar á frekari verkefnum vestanhafs í framtíðinni,“ segir Ásgeir Margeirsson.

„Western GeoPower er kanadískt jarðhitafyrirtæki með höfuðstöðvar í Vancouver. Félagið er skráð á TSX markaðinn í Torornto. Fyrirtækið einbeitir sér að vinnslu endurnýtanlegrar jarðvarmaorku til að mæta ört vaxandi þörf fyrir raforku á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada.

Í dag vinnur fyrirtækið að tveimur megin verkefnum á þessu sviði. Annars vegar að áður nefndri virkjun á Geysissvæðinu í Kaliforníu, sem ráðgert er að hefji raforkuvinnslu snemma árs 2010 og verður um 30 megawött. Hins vegar jarðhitavirkjun í South Meager í bresku Columbíu í Kanada og gera áætlanir ráð fyrir að þar geti risið allt að 100 megawatta virkjun innan 10 ára," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK