Geysir Green kaupir 20% í kanadísku jarðhitafyrirtæki

Gengið hef­ur verið frá samn­ing­um um kaup Geys­is Green Energy ehf. á um 20% hluta­fjár í kanadíska jarðhita­fyr­ir­tæk­inu Western GeoPower Corporati­on (WGP). Alls kaup­ir Geys­ir liðlega um 40 millj­ón nýja hluti í fé­lag­inu og er hluta­fjáraukn­ing­in liður í að fjár­magna jarðvarma­virkj­un sem fyr­ir­tækið vinn­ur nú að á Geys­is­svæðinu í Kali­forn­íu.

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að Geys­is­svæðið er stórt jarðhita­svæði í Sonom­a­sýslu í norðan­verðri Kali­forn­íu. Heild­ar­kaup­verð hlut­ar­ins í WGP er um 600 millj­ón­ir ís­lenskra króna og með kaup­un­um fær Geys­ir mann í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins.

Kenn­eth Mac­Leod, for­stjóri Western GeoPower, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að með hluta­fjáraukn­ing­unni, sem nú hafi verð gengið frá, sé að mestu lokið fjár­mögn­un á bor­un og bygg­ingu fyr­ir­hugaðrar jarðhita­virkj­un­ar á Geys­is­svæðinu.

„Það er sér­stak­ur ávinn­ing­ur fyr­ir okk­ur að fá Geysi að fé­lag­inu og þekk­ing þeirra og sam­starf mun styrkja okk­ur í þeim verk­efn­um sem við vinn­um að,“ seg­ir Kenn­eth Mac­Leod.

Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri Geys­is, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að kaup Geys­is á hlut í Western GeoPower falli mjög vel að áform­um fyr­ir­tæk­is­ins um að vera virk­ur þátt­tak­andi í stærsta orku­markaði heims­ins sem sé í Banda­ríkj­un­um.

„Við hlökk­um til að taka þátt í að efla og styrkja Western GeoPower til þátt­töku og þró­un­ar á frek­ari verk­efn­um vest­an­hafs í framtíðinni,“ seg­ir Ásgeir Mar­geirs­son.

„Western GeoPower er kanadískt jarðhita­fyr­ir­tæki með höfuðstöðvar í Vancou­ver. Fé­lagið er skráð á TSX markaðinn í Torornto. Fyr­ir­tækið ein­beit­ir sér að vinnslu end­ur­nýt­an­legr­ar jarðvarma­orku til að mæta ört vax­andi þörf fyr­ir raf­orku á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna og Kan­ada.

Í dag vinn­ur fyr­ir­tækið að tveim­ur meg­in verk­efn­um á þessu sviði. Ann­ars veg­ar að áður nefndri virkj­un á Geys­is­svæðinu í Kali­forn­íu, sem ráðgert er að hefji raf­orku­vinnslu snemma árs 2010 og verður um 30 meg­awött. Hins veg­ar jarðhita­virkj­un í South Mea­ger í bresku Col­umb­íu í Kan­ada og gera áætlan­ir ráð fyr­ir að þar geti risið allt að 100 meg­awatta virkj­un inn­an 10 ára," að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK