Mesta lækkun vísitölu fasteignaverðs í Bandaríkjunum í 16 ár

AP

Vísi­tala fast­eigna­verðs í Banda­ríkj­un­um hélt áfram að lækka í maí, fimmta mánuðinn í röð, sam­kvæmt töl­um sem Stand­ard & Poors birtu í dag. Ef litið er til fast­eigna­verðs í tíu borg­um Banda­ríkj­anna lækk­ar vísi­tal­an um 3,4% milli maí­mánaða 2006 og 2007 og er það mesta fall vísi­töl­unn­ar í sex­tán ár.

Ekk­ert virðist því benda til þess að hús­næðismarkaður­inn sé að rétta úr kútn­um í Banda­ríkj­un­um á næst­unni en eins og áður sagði hef­ur vísi­tal­an lækkað fimm mánuði í röð eft­ir að hafa hækkað lít­il­lega í þrett­án mánuði.

Ef horft er til fast­eigna­verðs í tutt­ugu borg­um Banda­ríkj­anna er lækk­un­in 2,8% á milli maí­mánaða. Fast­eigna­verð hef­ur lækkað eða staðið í stað í fimmtán af tutt­ugu borg­um í maí, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá S&P. Verðið á fast­eign­um hef­ur lækkað mest í Detroit, San Diego, Tampa og Washingt­on.

Í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram að gær­dag­ur­inn var einn hinn versti á alþjóðleg­um lána­mörkuðum und­an­far­inn ára­tug, en vand­ræði á banda­ríska hús­næðislána­markaðnum hafa nú teygt sig yfir Atlants­hafið og snert á nokkr­um evr­ópsk­um lána­fyr­ir­tækj­um.

Í frétt í Fin­ancial Times seg­ir að fjár­fest­ar hafi af því áhyggj­ur að lána­stofn­an­ir muni þurfa að selja hluta af eign­um sín­um til að verja sig tapi vegna van­skila á áhættu­söm­um hús­næðislán­um í Banda­ríkj­un­um.

Hafa evr­ópsk fyr­ir­tæki eins og IKB og Comm­erzbank, ann­ar stærsti banki Þýska­lands, þegar sagt frá því að hagnaður þeirra verði um­tals­vert lægri en áður var gert ráð fyr­ir af þeim sök­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK