Mesta lækkun vísitölu fasteignaverðs í Bandaríkjunum í 16 ár

AP

Vísitala fasteignaverðs í Bandaríkjunum hélt áfram að lækka í maí, fimmta mánuðinn í röð, samkvæmt tölum sem Standard & Poors birtu í dag. Ef litið er til fasteignaverðs í tíu borgum Bandaríkjanna lækkar vísitalan um 3,4% milli maímánaða 2006 og 2007 og er það mesta fall vísitölunnar í sextán ár.

Ekkert virðist því benda til þess að húsnæðismarkaðurinn sé að rétta úr kútnum í Bandaríkjunum á næstunni en eins og áður sagði hefur vísitalan lækkað fimm mánuði í röð eftir að hafa hækkað lítillega í þrettán mánuði.

Ef horft er til fasteignaverðs í tuttugu borgum Bandaríkjanna er lækkunin 2,8% á milli maímánaða. Fasteignaverð hefur lækkað eða staðið í stað í fimmtán af tuttugu borgum í maí, samkvæmt upplýsingum frá S&P. Verðið á fasteignum hefur lækkað mest í Detroit, San Diego, Tampa og Washington.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að gærdagurinn var einn hinn versti á alþjóðlegum lánamörkuðum undanfarinn áratug, en vandræði á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum hafa nú teygt sig yfir Atlantshafið og snert á nokkrum evrópskum lánafyrirtækjum.

Í frétt í Financial Times segir að fjárfestar hafi af því áhyggjur að lánastofnanir muni þurfa að selja hluta af eignum sínum til að verja sig tapi vegna vanskila á áhættusömum húsnæðislánum í Bandaríkjunum.

Hafa evrópsk fyrirtæki eins og IKB og Commerzbank, annar stærsti banki Þýskalands, þegar sagt frá því að hagnaður þeirra verði umtalsvert lægri en áður var gert ráð fyrir af þeim sökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka