Danske Bank varar við ástandi mála á nýmörkuðum

Greiningardeild Danske Bank segist í nýrri skýrslu óttast um stöðu mála á nokkrum nýmörkuðum. Ísland er meðal þeirra landa sem sérstaklega er tekið út í umfjöllun bankans. Segir í skýrslunni að ástandið sé mun verra nú heldur en það var í maí og júní á síðasta ári.

Þar kemur fram að hingað til hafi nýmarkaðirnir ekki þurft að hafa áhyggjur af aðgengi að fjármagni en það sé að breytast. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í dag óttast fjárfestar að lánastofnanir hafi skuldbundið sig til að fjármagna of margar og of áhættusamar yfirtökur sem hefur valdið því að erfiðara reynist nú fyrir margar þessara stofnana að standa við skuldbindingar sínar.

Í skýrslu Danske Bank eru Tyrkland, Suður-Afríka, Ungaverjaland og Ísland sérstaklega nefnd til sögunnar þar sem viðskiptahalli þessara landa er mikill og því sé fjárþörfin mikil. Með versnandi aðgengi að lánsfjármagni gætu þessi fjögur lönd lent í erfiðleikum með fjármögnun. Þess vegna geti markaðir í þessum löndum orðið fyrir miklum þrýstingi og því séu ekki miklir kaupmöguleikar í krónum.

Minna skýrsluhöfundar á ástand mála árið 1998 þegar rússneska rúblan féll. Segir í skýrslunni að Rússland sé ekki í hættu núna en aðrir nýmarkaðir séu í hættu.

Skýrsla Danse Bank Emerging Markets: This looks bad

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK