Danske Bank varar við ástandi mála á nýmörkuðum

Grein­ing­ar­deild Danske Bank seg­ist í nýrri skýrslu ótt­ast um stöðu mála á nokkr­um ný­mörkuðum. Ísland er meðal þeirra landa sem sér­stak­lega er tekið út í um­fjöll­un bank­ans. Seg­ir í skýrsl­unni að ástandið sé mun verra nú held­ur en það var í maí og júní á síðasta ári.

Þar kem­ur fram að hingað til hafi ný­markaðirn­ir ekki þurft að hafa áhyggj­ur af aðgengi að fjár­magni en það sé að breyt­ast. Eins og fram kom í Morg­un­blaðinu í dag ótt­ast fjár­fest­ar að lána­stofn­an­ir hafi skuld­bundið sig til að fjár­magna of marg­ar og of áhættu­sam­ar yf­ir­tök­ur sem hef­ur valdið því að erfiðara reyn­ist nú fyr­ir marg­ar þess­ara stofn­ana að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar.

Í skýrslu Danske Bank eru Tyrk­land, Suður-Afr­íka, Unga­verja­land og Ísland sér­stak­lega nefnd til sög­unn­ar þar sem viðskipta­halli þess­ara landa er mik­ill og því sé fjárþörf­in mik­il. Með versn­andi aðgengi að láns­fjár­magni gætu þessi fjög­ur lönd lent í erfiðleik­um með fjár­mögn­un. Þess vegna geti markaðir í þess­um lönd­um orðið fyr­ir mikl­um þrýst­ingi og því séu ekki mikl­ir kaup­mögu­leik­ar í krón­um.

Minna skýrslu­höf­und­ar á ástand mála árið 1998 þegar rúss­neska rúbl­an féll. Seg­ir í skýrsl­unni að Rúss­land sé ekki í hættu núna en aðrir ný­markaðir séu í hættu.

Skýrsla Dan­se Bank Emerg­ing Mar­kets: This looks bad

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK