Krónan veiktist í dag um 2,82% samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Við upphaf viðskipta í dag stóð gengisvísitalan í 113,30 stigum en þegar þeim lauk var vísitalan komin í 116,60 stig. Mikið flökt hefur verið á krónunni í dag og má búast við frekari óróleika á markaðinum næstu daga. Veltan á millibankamarkaði nam 52,7 milljörðum kr. Gengi Bandaríkjadals er nú 62,97 kr., evran er 86,12 kr. og pundið kostar 127,90 kr.