Olíuverð aldrei verið hærra

Olíuleiðslur í Alaska.
Olíuleiðslur í Alaska. AP

Verð á olíutunnu hefur aldrei verið hærra en tunnan kostar nú 78,71 Bandaríkjadal. Rekja má hækkunina til áhyggna manna af því hvort olíuframboð geti mætt eftirspurn eftir olíu á heimsvísu.

Verð á hráolíu í Bandaríkjunum er þegar komið fram úr eldra metinu sem var sett í júlí í fyrra, en þá kostaði tunnan 78,40 dali.

Olíuverð hefur verið á stöðugri uppleið undanfarnar vikur í kjölfar þess að framleiðslutafa í Nígeríu og í Norðursjó, og þegar viðskiptum lauk í gær kostaði tunnan 78,21 dal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK