Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja: Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, nam 89,6 milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Er þetta aukning um 16,8 milljarða króna frá því á sama tímabili árið 2006 er samanlagður hagnaður þeirra nam 72,8 milljörðum króna. Heildareignir bankanna þriggja eru 9.502 milljarðar króna.
Hagnaður Glitnis nam 16,5 milljörðun króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2007 samanborið við 20,1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Kaupþings nam 46,8 milljörðum króna samanborið við 32,3 milljarða króna á fyrri hluta ársins í fyrra. Hagnaður Landsbankans nam 26,3 milljörðum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 20,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.
Heildareignir Glitnis námu 2.335 milljörðum króna þann 30. júní sl. samanborið við 2.246 milljarða um áramót. Heildareignir Kaupþings námu 4.570 milljörðum króna í lok júní samanborið við 4.055 milljarða í árslok 2006. Heildareignir Landsbankans voru 2.597 milljarðar króna í lok júní en voru 2.173 milljarðar í árslok 2006.