Breska lággjaldaflugfélagið easyJet áformar að láta farþega greiða sérstaklega fyrir hverja tösku, sem þeir vilja taka með í flugferðum. Til þessa hafa farþegar ekki þurft að greiða séu þeir aðeins með eina tösku en greiða þarf fyrir umframtöskur.
Reutersfréttastofan segir, að nýjar reglur taki gildi í október. Þá þurfa farþegar easyJet að greiða 2 pund, jafnvirði 255 króna, fyrir hverja tösku sem þeir vilja taka með sér. Þetta gildir þó ekki um handfarangur.
Danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu íslenskra fjárfesta, hefur áður boðað að svipaðar reglur verði teknar upp í haust.