Allir markaðir lækka

Hlutabréf lækkuðu almennt í verði á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í gær og var lækkunin sérstaklega mikil í Bandaríkjunum. Lækkaði Dow Jones-vísitalan um 2,09% og Nasdaq um ein 2,51%. Í Evrópu lækkaði breska FTSE-vísitalan um 1,21%, hin þýska DAX um 1,31% og franska CAC um 1,48%. Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,74% og samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 1,44%.

Í Bandaríkjunum rekja menn lækkanirnar til þess að opinberar tölur um atvinnuþátttöku í júlí voru lægri en búist hafði verið við.

Þá brást markaðurinn illa við því þegar lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's breytti mati sínu á fjárhagslegum horfum fjármálafyrirtækisins Bear Stearns úr stöðugum í neikvæðar. Bear Stearns er eitt þeirra félaga sem veitt hafa áhættusöm húsnæðislán og eiga í vandræðum vegna vanskila.

Íslenska krónan lækkaði um 2,4% í miklum viðskiptum í gær og stendur gengisvísitalan í 118,85 stigum. Hefur gengi krónunnar ekki verið lægra síðan í mars síðastliðnum þegar vísitalan var 119 stig. Mikil innlend eftirspurn eftir gjaldeyri olli lækkuninni í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK