Krónan lækkaði um 0,17% í dag. Dagurinn var merkilegur fyrir það að krónan styrktist yfir daginn og náði 117 stigum en lækkaði aftur og stóð í 119 stigum þegar viðskiptum lauk, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Gengisvísitalan stóð í 118,80 stigum þegar viðskipti hófust í dag. Velta á millibankamarkaði var 31,7 milljarðar í dag. Gengi Bandaríkjadals er nú 64,10 kr., evran er 88,13 kr. og pundið er 129,58 kr.