Seðlabankinn mun ekki grípa til aðgerða

Davíð Oddsson, seðlabankasstjóri sagði í viðtali við Útvarpið, að ólga á fjármálamörkuðum væri helst til komin vegna alþjóðlegs titring. Þar sem að íslensk viðskipti er orðin alþjóðleg hafa alþjóðlegir markaðir áhrif á okkur líka.

Seðlabankastjóri telur ekki vera ástæðu til þess að bankinn bregðist við, en Seðlabanki Evrópu hefur boðað aðgerðir. Þá segir hann að krónan hafi verið óvenju sterk að undanförnu og hlutabréf hafa hækkað meira á Íslandi undanfarna mánuði heldur en annars staðar og því sé ekki hægt að tala um hrun.

Þótt hlutabréf hafi lækkað talsvert í verði hér á landi að undanförnu er Úrvalsvísitalan Kauphallar Íslands samt 29% en hún var um síðustu áramót. Gengi krónunnar, sem einnig hefur lækkað umtalsvert síðasta hálfa mánuðinn, er enn 8% hærra en það var um áramótin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK