Fréttavefur danska viðskiptablaðsins Børsen segir að 70 milljarðar danskra króna, jafnvirði 850 milljarða íslenskra króna, hafi gufað upp í kauphöllinni í Kaupmannahöfn á síðustu tveimur sólarhringum. C20 hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 5,5% á síðustu 48 klukkustundum.
Børsen segir að samanlagt markaðsvirði fyrirtækjanna í C20 vísitölunni sé 1200 milljarðar danskra króna samanborið við 1270 milljarða króna þegar viðskiptum var hætt sl. miðvikudag.
Markaðsvirði norræna bankans Nordea hefur lækkað mest eða um 13,6 milljarða danskra.