Gengi íslensku krónunnar lækkaði strax þegar viðskipti hófust á millibankamarkaði í morgun. Hefur gengisvísitalan nú hækkað um 2,39% í dag og er 122,22 stig. Gengi hlutabréfa lækkaði einnig strax og viðskipti hófust í Kauphöll Íslands klukkan 10 og hefur úrvalsvísitalan nú lækkað um 2,96%.
Gengi bréfa Exista hefur m.a. lækkað um 5,63%, bréf Straums-Burðaráss hefur lækkað um 3,41%, Kaupþings um 3,28%, Atorku um 3,23%, Glitnis um 3,12% og Landsbankans um 2,77%.