Nær 76 milljarðar horfnir

Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is

Evrópskar hlutabréfavísitölur héldu áfram að falla. Breska FTSE-vísitalan hrapaði um 3,7% og hefur ekki fallið jafnmikið í 4 ár. Franska CAC féll um 3,13% og Norðurlöndin sáu líka rautt en samnorræna OMXN40 féll um 3,5%.

Jafnvægi virtist vera að koma á bandarísku vísitölurnar til marks um að innspýting fjármagns frá Bandaríska seðlabankanum inn á þarlendan lánsfjármarkað hafi náð að róa taugar fjárfesta. Seðlabankar um allan heim veittu fé á markaði til að slá á óróa.

Síðustu tvo daga hefur samanlagt markaðsvirði fyrirtækjanna 12 í OMXI15-vísitölunni rýrnað um 76 milljarða, úr 1.583 milljörðum í 1.507 milljarða. Kaupþing á nær helming þeirrar rýrnunar en markaðsverðmæti bankans rýrnaði um 31 milljarð á 48 klukkustundum.

FL Group er eitt íslensku fyrirtækjanna sem finna fyrir verðfalli á erlendum hlutabréfamörkuðum. Gróflega reiknað virðist verðmæti erlendra fjárfestinga félagsins hafa rýrnað um 18 milljarða frá 19. júlí sl.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK