Fjárfestar búast við taugatitringi við upphaf vikunnar þegar hlutabréfamarkaðirnir í Asíu opna á ný. Síðasta vika einkenndist af miklu umróti á mörkuðunum og féll verð á hlutabréfum um allan heim Rekja mátti ástandið til erfiðleika á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum sem hafði áhrif á alþjóðlegan fjármagnsmarkað.
Nokkrir seðlabankar víða um heim veittu bönkum aðgang að milljörðum dala í lausafé til að bregðast við verðfalli á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Sumir fjármálasérfræðingar búast við því að seðlabankarnir muni grípa til frekari aðgerða í komandi viku.