Mikill makrílafli í júlí

Afl­inn í júlí var 116.878 tonn, sem er 28 þúsund tonn­um meiri afli en í júlí 2006 en þá var afl­inn 88.639 tonn. Fram kem­ur í til­kynn­ingu, sem Fiski­stofa sendi frá sér í gær, að afla­aukn­ing milli ára sé vegna mik­ils afla af mak­ríl og meiri síld­arafla en í fyrra.

Botn­fiskafl­inn í júlí 2007 var 35.235 tonn sem er tæp­lega 5 þúsund tonn­um minni afli en í júlí í fyrra þegar botn­fiskafl­inn var 40.310 tonn. Þorskafli í nýliðnum júlí var fjórðungi minni en í júlí 2006 eða 7156 tonn á móti 9660 tonn­um í fyrra. Helm­ings­sam­drátt­ur ufsa­afla skýr­ir að mestu sam­drátt botn­fiskafla milli ára í júlí en ufsa­afli var 5001 tonn en afl­inn var 10.912 tonn í júlí 2006.

Landað var 48 þúsund tonn­um af norsk-ís­lenskri síld í júlí 2007 en afl­inn í júlí í fyrra 35 þúsund tonn. Tæp­lega 22 þúsund tonn­um veidd­ust af mak­ríl í ár. Í júlí 2006 fór að bera á mak­ríl með síld­arafla og afl­inn var þá nærri 3 þúsund tonn.

Heild­arafli ís­lenskra skipa á ár­inu var orðinn 975 þúsund tonn í lok júlí 2007. Það er 97 þúsund tonn­um meiri afli en á sama tíma á síðasta ári þegar heild­arafl­inn janú­ar - júlí var 878 þúsund tonn. Aukn­ing í afla milli ára staf­ar af meiri loðnu- og síld­arafla í ár. Heild­arafli fisk­veiðiárs­ins 2006/​2007 þegar einn mánuður var eft­ir var 1.352.782 tonn. Þar af var botn­fiskafl­inn 490.324 tonn. Á sama tíma á síðasta fisk­veiðiári var heild­arafl­inn 1.204.331 tonn en botn­fiskafl­inn var þá meiri eða 496.009 tonn.

Rækju­afli var slak­ur í júlí, þó tæp­lega fimm­falt meiri afli en í júlí 2006.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka