Glitnir spáir hraðri lækkun stýrivaxta á næsta ári

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Kristinn

Næsta vaxtatilkynning Seðlabankans er 6. september næstkomandi. Greining Glitnis gerir ráð fyrir að að bankinn haldi vöxtum sínum óbreyttum í 13,3%. Telur Greining Glitnis að Seðlabankinn hefji stýrivaxtalækkunarferli sitt samhliða útgáfu Peningamála í mars á næsta ári og að bankinn lækki þá vexti sína í 13%.

„Við spáum því að stýrivextir verði lækkaðir nokkuð hratt á næsta ári og standi í 9,25% í árslok 2008.

Óvissuþættir til hækkunar spárinnar eru áframhaldandi stóriðjuuppbygging og framhald á því ójafnvægi sem einkennt hefur þjóðarbúið. Þá er gengið stór áhættuþáttur, en Seðlabankinn hefur lýst því yfir að veikist gengið verulega með tilheyrandi verðbólguskoti þá muni það seinka og hægja á stýrivaxtalækkunarferlinu.

Óvissuþættir til lækkunar spárinnar eru bakslag í innlendri hagþróun vegna hérlendra eða erlendra áfalla. Þá myndu bjartari verðbólguhorfur virka í sömu átt. Óvissan er þó heldur í þá átt að vöxtum verði haldið háum lengur og að lækkunarferlið verði hægara en við spáum," að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK