Seðlabanki Evrópu setur meira fé í umferð

Reuters

Seðlabanki Evrópu hefur sett 7,7 milljarða evra, 693 milljarða króna inn á fjármálamarkað Evrópu til þess að róa aðila á markaði sem óttast lausafjárþurrð bankanna. Áður hafði bankinn sett rúmlega tvö hundruð milljarða evra inn á fjármálamarkað Evrópu á síðustu þremur viðskiptadögum.

Með þessu er viðskiptabönkum gefinn kostur á að fá fé að láni hjá Seðlabankanum til þess að mæta skorti á lausafé.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK