Tap Icelandair einn milljarður króna

Jón Karl Ólafsson er forstjóri Icelandair Group
Jón Karl Ólafsson er forstjóri Icelandair Group

Tap Icelandair eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2007 var 1 milljarður króna samanborið við 658 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Hagnaður félagsins eftir skatta á öðrum ársfjórðungi 2007 var 205 milljónir króna sambanborið við 1.2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra.

Tekjur aukast á milli ára

Í tilkynningu kemur fram að heildartekjur á fyrri helmingi ársins 2007 voru 28.1 milljarðar króna en voru 24.1 milljarðar króna á sama tíma í fyrra og aukast um 17% á milli ára. Heildartekjur á öðrum ársfjórðungi 2007 voru 16.2 milljarðar króna en voru 14.5 milljarðar á sama tíma í fyrra og aukast um 12% á milli ára.

EBITDA á fyrri helmingi ársins 2007 var 1.2 milljarðar króna en 1.3 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. EBITDA öðrum ársfjórðungi 2007 var 1.3 milljarðar króna en 1.6 milljarðar króna á sama tíma í fyrra.

Eignir í lok fyrri helmings ársins 2007 námu 71.6 milljörðum króna en voru 76.6 milljarðar í lok ársins 2006. Eiginfjárhlutfall er 33% í lok fyrri hluta 2007 en var 34% í lok ársins 2006. Handbært fé frá rekstri á fyrri hluta 2007 3.6 milljarðar króna, en var 3.9 milljarðar króna á fyrri hluta ársins 2006.

Yfirtaka á tékkneska flugfélaginu Travel Service á lokastigi

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir í fréttatilkynningu „EBITDA Icelandair Group á fyrri helmingi ársins er í takti við væntingar stjórnenda. Samt sem áður hefur gengisþróun krónunnar veruleg áhrif á heildarafkomu félagsins.Helsta einkenni starfseminnar var mikill vöxtur í framboði og stækkun flugflota, sem gefur aukin tekjumyndunarfæri á síðari hluta ársins.

Afkoma í áætlunarflugi innan Icelandair Group er undir væntingum þar sem aukið framboð hefur ekki skilað sér í þeim tekjuauka sem við gerðum ráð fyrir.

Bókanir fyrir sumarið og haustið líta vel út en áframhaldandi þrýstingur á meðalfargjaldið er fyrirsjáanlegur vegna harðrar samkeppni.

Við erum að ljúka yfirtöku á tékkneska flugfélaginu Travel Service, sem kemur inn í reksturinn á síðari hluta ársins. Þetta undirstrikar öran vöxt okkar og þörfina á nýju skipulagi samstæðunnar sem verður kynnt á næstu vikum. Við gerum áfram ráð fyrir góðum hagnaði af starfseminni á árinu og betri afkomu en á síðasta ári; en ljóst er að mikil vinna er framundan ef markmið okkar eiga að nást”.

Tilkynning Icelandair

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK