Krónan veiktist um tæp þrjú prósent í dag

mbl.is

Krónan veiktist um tæp þrjú prósent í dag, og er þetta mesta veiking á einum degi síðan lækkunarhrinan sem nú stendur hófst í lok júlí, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Ástæðan fyrir þessari lækkun er áframhaldandi lækkun á erlendum verðbréfamörkuðum. Gengi dollarans er nú komið í rétt tæpar 70 krónur.

Við upphaf viðskipta í morgun var vísitala krónunnar 122,75, en við lokun var hún komin í 126,10, og er þetta veiking upp á 2,66%. Velta var mikil, 51,4 milljarðar. Gengi dollarans er 69,13 krónur, pundsins 137,04 og evrunnar 92,61.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK