Straumur sendi frá sér tilkynningu áðan þar sem fram kemur að félagið hafi selt 550 milljónir eigin hluta. Söluverðið er 18,6 og er því andvirði bréfanna 10,23 milljarðar króna. Við þetta minnkar hlutur Straums úr 7,09% í 1,78%. Ekki hefur verið tilkynnt um hver kaupir bréfin af Straumi í Straumi. Það sem af er degi hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 1,49% og stendur í 7.685,08 stigum. Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,32%það sem af er degi.
Icelandair hefur hækkað mest í Kauphöll OMX á Íslandi eða um 2,99%, Teymi um 2,52%, Kaupþing um 2,27% og Exista um 2,05%.
Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 0,08%, Kaupmannahöfn hefur vísitalan hækkað um 0,13%, í Helsinki nemur lækkunin 0,86%, í Stokkhólmi 0,93% og OMX Nordic 40 hefur lækkað um 0,46% það sem af er degi.
FTSE vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um 0,53%, Dax vísitalan í Frankfurt um 0,54% og CAC vísitalan í París hefur lækkað um 0,56%.